11.10.2009 | 12:03
Ljóð tileinkað stúkunni " Framtíðinni " nr. 173
Hvatningarljóð
Glæðir þú visku með natni í næði,
nærandi lífsþrek og knýjandi störf,
bæta vilt heilsu með hollustu fæði,
heilbrigði styrkja og sálar þörf.
Gæfan er ofin úr þessum þáttum,
þekkja allt sem er bjart og milt.
Þá áttu heiður með sönnum sáttum
sigrandi ylinn og nú er skylt.
Daglega hérna á verði að vaka
vandað með þerk og gjöfult traust.
Oft er af mörgu svo mætu að taka
í máttugum vilja sem fyrr þú hlaust.
Til þess að lyfta og leysa úr vanda,
landsfólkið styrkja á framtíðarbraut.
Veldu hið rétta með röskleik í anda,
með réttvísi iðninnar leysist hver þraut.
Framtíðar gæfu þú blessunar biður,
bíða þín störfin svo áhugaverð.
Í framtaki lofsverðu leitandi styður
lífsmátann réttan, á sigrandi ferð.
(samið 24.febrúar 2008)
Bjarni Th. Rögnvaldsson.
Um bloggið
Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir að deila þessu ljóði með okkur, þetta er sko enginn leirburður heldur alveg frábær kveðskapur. Ég er mikill ljóðunnandi og tek ofan fyrir þér vegna þessa, Kærleikskv. HH
Hulda Haraldsdóttir, 11.10.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.