26.9.2009 | 16:03
HUGPRÝÐI (upphaflega ort til Iðunnarfélaga)
Von sem glæðir viskunæma strengi
vænta má að síst að nokkrum þrengi
er verkin fara að heilla dáðadrengi.
Á daginn skaltu vinna oft og lengi.
Sóminn felst í því að bæta og byggja,
búa vel og þá að mörgu að hyggja,
vera góður, einskært tápið tryggja,
traust að glæða, heilræði að þyggja.
Veistu ei að brýna þörf skal bæta,
beita vilja og ljóst að öllu gæta?
Skapa heillir, engin þörf að þræta.
Þykkja skal ei neinn að marki græta.
Finna máttu þróttinn, þrek og næði,
þarft að gleðja og yrkja frumleg kvæði,
stuðla að því að lýður landið græði,
lengi og vel um sögu þjóðar fræði.
Í ys og ró má oft um blessun biðja,
bænarheitin kennir trúariðja.
Þó úti kólni og komi vetrar hryðja
má kjarksins hlýja jafnan þróttinn styðja.
Gleður bjartur Andans vonarvarmi,
veitir dáðan frið með sínum armi.
Lífið verndar birtu í hlýjum barmi,
blíðan veitir yl á næmum hvarmi.
Geymir kvæðalundin lipra hljóminn,
lofar dagsins himintæra róminn,
finnur taksins stuðla- og stefjaóminn.
Stengi hrærir forni sagnaljóminn.
Um bloggið
Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.