Sumarblíða

Landið nær að sindra og sólskinsdöggin angar,

hún sumargróður nærir á meðan dagur skín.

Smáfuglarnir vaka og lífsglaðan þig langar

að lifa sæll í kyrrðinni er bærist fram til þín.

 

Gustur kælir vanga og víða regnið blikar,

þá verðugt er að starfa og reyna fjölmargt nýtt.

Þú nærð að vakna snemma og stæltur áfram stikar,

stórglaður og hrifinn, því landið er svo frítt.

 

Við þér blasa dagar og dýrðlegt er að lifa,

þú duga vilt og eflast á hverri morgunstund.

Ætíð skaltu gleðjast er tímans klukkur tifa

og tækifærin bíða, til nota góðri lund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Höfundur

Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband