Reykjalundur

 

Með vonaryl svo verðugt er að starfa

og vernda það sem reynist mönnum kært,

að sinna heilsu er gefur þrótt til þarfa

og því sem reynslan hefur okkur fært.

En ljóst er að ég láni fékk að mæta

á lífsins vegi meður geðið hraust,

og glaður vil ég sífellt lagi sæta

með sólskinslund er boðar von og traust.

 

Sú vellíðan er mannsins heilsu magnar

á meginóðali Reykjalundinum góða.

Og einbeitnin sem eigin kröftum gagnar

fær aukaglóð sem blíðkar vanga rjóða.

Og starfsemin, hún stefnufestu gefur

með stöðugleikans nærgætni og vali,

sem beint til hliðar vanda vikið hefur

og varðað efnið meður skýru tali.

 

Í hjarta manns er margur eldur geymdur

er miðlar þreki og gleðja kann hans lund,

já, enn í fullu gildi og ekki gleymdur

á góðum degi vermir þig um stund.

Með natni helst má heillasporin þræða

sem hugann róar meðan dagur skín.

Enn styrkist heilsan, hollustu mun glæða,

það heiðursstarf, með óskum fram til þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Höfundur

Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband