7.6.2010 | 10:23
Sígild sjónarmið.
Einlæg vonin verndar sálu manns,
vekur bæn og gleði hugann fyllir.
Dásamleg er dýrmæt gjöfin Hans,
dögun hverja náðarskini gyllir.
Innileikann íhygli þín fann,
yndi sem þér vísa leiðir kann.
Kyrrðin ljúfa ber í brjóstsins rann
blíðukennd sem innra þelið stillir.
Hvíslar þar rómur svo réttur og kær
í roðablæ dagsins hjá sundum og vogum.
Mildað þinn hugblæ sá hljómurinn fær
er hafflötur blikar í geislanna logum.
Glöggskyggni er lofsverð sem mark þitt og mið.
Mundu að brosa og hætta að tapa.
Virkni er þörf, gefur verðmæti og frið,
vandinn er ætíð að höndla og skapa.
Enn skaltu meta vor göfugu gildi.
Gerðu allt rétt líkt og Skaparinn vildi.
Himindýrðin helga lífssýn glæðir,
hugarþelið styrkir andans glóð.
Dagsins vorblær viljann fríska græðir,
varmi lífsins magnar hjartans óð.
Sólarmorgnar heilla mannsins hjarta
hlýr og glaður vektu máls á því
að sérhver eignist dáðadaginn bjarta
með dyggðum hugumstórum senn á ný.
Reynslutímar margar myndir eiga,
mjúku brosin reynast þörf og hlý.
Þú eignast bros, og brjóstið furðu hlýtt
mun bæta og styrkja verðund alls sem lifir.
Þá grær í leyndum vonarblómið blítt
og ber þér kyrrð sem vakir mönnum yfir.
Þitt er að skilja og skýra útsýn nýja,
skunda til hjálpar, eigi burt að flýja.
Framtíð landsins hafa ber í heiðri,
með hugsjón stuðla að vegferðinni greiðri.
* * *
Í næmri sýn með söng og eigin mildi
mun sækinn kraftur bæta það sem er.
Í eigin bæn finnst margt sem gefur gildi.
Gæfa og blessun fylgi öllum hér.
Um bloggið
Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.