8.7.2009 | 10:55
Ljóð: Þetta ljóð er tileinkað félagsskap eldri presta.
Hjartahlýja.
Glaðlyndið, hinn gæskuríki máttur,
glæðir mannsins þel á reynslu stund.
Reyndu því að vera í sinni sáttur,
sækja fram á ný, þá hlýnar mund.
Stöðuglyndið helst sem hjartans þáttur
til heilla vorri þjóð á feðra grund.
Að gleðja aðra er gæfumanna háttur
Guðs á vegi er bætir dagsins fund.
Þá er gott að geta sæll í lundu
með góðum unað frjáls í ljúfri ró,
numið hlýju og auðnu´ á eigin grundu
einlægur með bróðurþelið nóg,
trúfesti sem Guð vor okkur gefur,
á gæfuslóð er vonin fersk og skýr.
Gerðu vel. Sjá lífsins ljós þú hefur,
lyftu því sem innra fyrir býr.
Um bloggið
Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.