2.2.2011 | 11:44
Fagnaðarljóð (ort til Góðtemplara)
Glaðlyndi, hinn gáskafulli máttur,
glæðir mannsins þel og vermir lund.
Reyndu því að vera í sinni sáttur,
sækja fram á ný er hlýnar mund.
Stöðuglyndið helst er hjartans þáttur,
til heilla og veitir skjól á ævistund.
Að gleðja aðra er gæfumanna háttur
Guðs á vegi er styrkir dagsins fund.
Þá er gott að geta sæll í lundu
með góðum unað hér í stakri ró,
numið hvers manns ósk á eigin grundu
einlægur með bróðurþelið nóg.
Trúfesti sem Guð vor okkur gefur,
í góðu starfi lifir björt og skýr.
Gerðu vel er lífsins ljós þú hefur,
lyftu því sem innra fyrir býr.
Á meðan hugur viljakraftinn virkir
veraldar á slóð að morgni dags
góða landið gefur þeim sem yrkir
glóbros fögur allt til sólarlags.
Enn skal hvetja, heillaráðin veita,
hefja af kæti léttan félagsbrag,
gæðastörfum beint til sigurs beita
brátt svo komist allt í fyllsta lag.
Um bloggið
Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.