Minning

 

Í draumi mínum dvel ég þér svo nærri

að dægrin ljúfu staldra við og fagna.

Þau hljóta frið í frjálsri birtu kærri,

á fögrum himni ljósadýrð nú magna.

 

Er sem megi blíðust blómaangan

berast enn að þínum hlýju vitum.

Og við nýjan hring á göngu hnitum,

hvílumst fljótt er þyngist vegargangan.

 

Oft er gott að gefa sér í næði

gullna ró er nær vorn þrótt að bæta,

lyfta geði meður kátu kvæði

um kyrrar stundir og að mörgu gæta.

 

Vil ég daglöng dýrðin sólskins bjarta

dvalið fái innst í þínu hjarta,

heilnæmt loftið lífþrek alltaf glæði.

Líði þér sem best í góðu næði.

 

Birtir til og heilsa tímar hlýir

í heimi á þeysiferð á vorum slóðum.

Og enn, mín kæra, dvelja dagar nýir,

á draumsins sviði fagna brosum góðum.

 

Sjást nú skulum hér við hæðaveginn,

heilsast munum þar er kætist lundin.

Glöð við megum fagna og verða fegin,

friðsæld eflir bjarta og nýja stundin.

 

Bjarni Theódór Rögnvaldsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Höfundur

Bjarni Theodór Rögnvaldsson
Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband